Fara í efni
Fréttir

Fögnuðu 50 ára afmæli Hölds – MYNDIR

Skúli Ágústsson, einn stofnenda og fyrrverandi framkvæmdstjóri Bílaleigu Akureyrar - Hölds, og Steingrímur Birgisson einn núverandi eigenda og forstjóri Hölds. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Fyrirtækið Höldur ehf., sem á meðal annars Bílaleigu Akureyrar, var stofnað 1. apríl árið 1974 og 50 ára afmælinu eru því fagnað í gær.

Í tilefni tímamóta var blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna á laugardag, á Bílasölu Hölds við Þórsstíg á Akureyri. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað í góða veðrinu, þáði veitingar og naut skemmtiatriða.

Tónlistarmennirnir KK, Birkir Blær og Saint Pete tróðu upp, Karlakór Akureyrar - Geysir tók lagið auk þess sem DJ Lilja hélt uppi fjöri. Bílar frá Heklu og Öskju voru sýndir, hoppukastalar voru á staðnum í boði fyrir börnin, Blaðrarinn mætti á svæðið og gerði alls kyns fígúrur úr blöðru.

Akureyri.net leit við í afmælisveislunni með myndavélina.