Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Vinakaffi og bleikar slaufur í Hrísey

Myndir af Hríseyjarvefnum.

Í tilefni af Viku einmanaleikans stóð Kvenfélag Hríseyjar að Vinakaffi sl. þriðjudag í Hlein. Kvenfélagskonur létu ekki þar við sitja heldur eru þær líka búnar að hengja bleikar slaufur á ljósastaura víðsvegar um þorpið, í tilefni af Bleikum október.

Vika einmanaleikans er vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einsemd og einmanaleika. Verkefnið stendur frá 3.-10. október og er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu gegn einmanaleika.

Í frétt á Hríseyjarvefnum kemur fram að salurinn í Hlein hafi verið fullur af lífi og fjöri á Vinakaffinu og á fimmta tug eyjarskeggja komu saman og nutu samverunnar yfir kræsingum. „Það var sönn ánægja að sjá hversu margir lögðu leið sína á viðburðinn – slíkar samverustundir minna okkur á mikilvægi þess að hittast, hlæja saman og styrkja tengslin í samfélaginu,“ segir Dröfn Teitsdóttir, gjaldkeri félagsins.

Bleiku slaufurnar eru seldar í Centro á Akureyri og rennur andvirðið óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. „Í tilefni af Bleikum október vildum við sýna stuðning í verki og lífga upp á umhverfið í leiðinni með þessum fallegu bleiku slaufum. Við settum eina slaufu í hverja götu og vonum að fleiri fyrirtæki og félög á svæðinu kaupi einnig slaufu og taki þátt í þessu frábæra framtaki,“ segir Dröfn.

Kirkjulegar hvalveiðar og ómetanlegt kvenfélag

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
17. nóvember 2025 | kl. 14:00

Kamarsnið á turninum eins og dómkirkjunni

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fegursta kirkjustæði hérlendis og erlendis

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
15. nóvember 2025 | kl. 14:30

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30