Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Fjórar byggingalóðir auglýstar í Hrísey

Lóðirnar fjórar við Austurveg sem Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar.

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa fjórar íbúðarhúsalóðir í Hrísey lausar til úthlutunar. Lóðirnar eru við Austurveg 15-21 en skilmálum lóðanna var breytt með breytingu á deiliskipulagi sl. haust og byggingarmagn m.a. aukið. Tilboðum í byggingarrétt þarf að skila inn rafrænt gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir hádegi þann 2. október nk.

Fyrir breytinguna á deiliskipulaginu var gert ráð fyrir einbýlishúsi á öllum lóðunum með hámarksbyggingarheimild upp á 120-180 fermetra. Eftir breytinguna er nú gert ráð fyrir að á lóðunum Austurvegi 15 og 17 verði byggð parhús eða fjórbýlishús á tveimur hæðum, allt að 360 fm samtals. Og við Austurveg 19 og 21 verður hægt að reisa einbýlishús á tveimur hæðum, með hámarksbyggingarheimild upp á 300 fm.

Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar eru upplýsingar um hvernig hægt sé að kynna sér úthlutunarskilmála og skoða yfirlitsmynd af auglýstum lóðum.

Kirkjulegar hvalveiðar og ómetanlegt kvenfélag

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
17. nóvember 2025 | kl. 14:00

Kamarsnið á turninum eins og dómkirkjunni

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fegursta kirkjustæði hérlendis og erlendis

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
15. nóvember 2025 | kl. 14:30

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30