Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Vegagerðin vill fella Lambhagaveg af skrá

Lambhagavegur liggur frá þéttbýlinu í Hrísey að Kríunesi, efst í vinstra horninu. Þar hefur fyrirtækið Landnámsegg verið með starfsemi sína. Mynd: Kortasjá Akureyrarbæjar.

Vegagerðin hefur tilkynnt Akureyrarbæ að fyrirhugað sé að fella Lambhagaveg í Hrísey af vegaskrá og hætti þar með að sinna viðhaldi hans. Umhverfis- og mannvirkjaráð tók erindið til umfjöllunar á fundi sínum nýlega og samþykkti að vísa því til bæjarráðs.

Lambhagavegur í Hrísey er ríflega eins kílómetra langur vegur, sem liggur frá þorpinu upp að Kríunesi. Vegurinn hefur verið hluti af vegaskrá Vegagerðarinnar sem héraðsvegur og ber Vegagerðin ábyrgð á rekstri og viðhaldi hans.

  • Samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar eru héraðsvegir þeir vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis sem ákveðnir eru á staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð bendir á að Landnámsegg séu ennþá með starfsemi í Kríunesi og hafi öll tilskilin leyfi frá MAST. Ráðið ítrekar að Vegagerðin haldi veginum á vegaskrá og sinni bæði sumar-og vetrarviðhaldi. Raunar hafi vetrarviðhaldi á veginum ekki verið sinnt undanfarin ár og úr því þurfi Vegagerðin að bæta. 

Eins og áður segir vísaði ráðið málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Kirkjulegar hvalveiðar og ómetanlegt kvenfélag

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
17. nóvember 2025 | kl. 14:00

Kamarsnið á turninum eins og dómkirkjunni

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fegursta kirkjustæði hérlendis og erlendis

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
15. nóvember 2025 | kl. 14:30

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30