Fara í efni
Ólafur Þór Ævarsson

Opið bréf til forseta Íslands

Virðulegi forseti, kæri Guðni.

Nú þegar hyllir undir starfslok þín langar mig að þér berist hér rödd úr íslenska mannhafinu. Ef þú heyrðir hana, myndir þú finna aðdáunarhljóm, blæ virðingar og tón þakklætis. Og margar fleiri taka undir á sama hátt.

Þú hefur verið forseti mennskunnar, aldrei upphafinn, fremstur í flokki og einn af okkur, alltaf þú sjálfur. Þú hefur farið fyrir friði, samstöðu og samvinnu og góðum gildum okkar og íslenskri skynsemi og þolgæði, sem er þetta reddast, en svo miklu meira líka.

Þakka þér fyrir að tala svo hátt og skýrt fyrir heilbrigði, samskiptum, menntun, fjölbreytileika og mikilvægi fjölskyldunnar. Ekki síst þakka ég þér fyrir að sýna geðheilsu og forvörnum svo mikinn skilning og hvatningu.

Þú hefur verið dýrmæt og áhrifamikil fyrirmynd.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Heilbrigðishagfræði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
09. apríl 2025 | kl. 08:45

Tengslaröskun geðlæknisins

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
02. apríl 2025 | kl. 08:45

Fíkn og viðhorf

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 09:45

Endalok Janus endurhæfingar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
22. mars 2025 | kl. 06:00

Vanrækt og gleymt horn geðheilbrigðisþjónustunnar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
18. mars 2025 | kl. 12:00

Afbrot og geðheilsa

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. febrúar 2025 | kl. 15:30