Fara í efni
Ólafur Þór Ævarsson

Þekking

Læknisfræðileg þekking er dýrmæt. Hún fæst með endurteknum rannsóknum sem studdar eru fjölmörgum öðrum fræðigreinum s.s. efna-og eðlisfræði, líftækni og faraldsfræði eða erfðafræði. Læknisfræðilega þekkingin er svo víðfem að henni er skipt í sérgreinar til þess að auðvelda rannsóknir, þjálfun og dýpri skilning á hverju líffærakerfi eða hegðun og hugsun mannsins.
 
Þegar vísindamenn hafa skilað sinni vinnu við grunnrannsóknir, taka við s.k. klínískar rannsóknir sem að afla góðrar og staðreyndrar þekkingar á því hvernig ákveðin rannsókn gefur bestar upplýsingar eða hvernig ný meðferð verður áhrifarík og örugg.
 
Þá tekur við reynsla læknisins við að læra á gagnsemi rannsóknanna og áhrifamátt meðferðarinnar og oft tekur þetta ferli langan tíma og mikla þjálfun.
 
Með auknu aðgengni að upplýsingum, tilkomu öflugra leitarvéla og upplýsingamiðla og nú síðast gervigreindar er að verða mikil breyting á því hvernig fólk notar læknisfræðilegar upplýsingar og tækni. Takið eftir orðalaginu. Það er ekki notað orðið þekking. Breytingin er í raun byltingarkennd og felst í því að reynt er að nota flóknar upplýsingar eða tækni án læknisfræðilegrar túlkunar eða mats. Án þekkingarinnar.
Þessi breyting birtist t.d. í því að fólk vill fá „allar“ blóðrannsóknir eða láta röntgenmynda „allan“ líkamann án þess að ábending sé fyrir rannsóknunum og án læknisfræðilegs mats eða túlkunar. Án þekkingar. Eða að fólk óskar eftir að fá lyfjameðferð án undangengis greiningarferlis.
 
Þetta er svona svipað eins og að stilla lyfjum apóteksins upp eins og nammibar, opnum öllum. Bara að tína í poka. Eða að bjóða fólki sem sest hefur inn í flugvélina til Kaupmannahafnar að nýta sér tæknina án þekkingar. Velkomið að setjast í stól flugstjórans, fljúga vélinni án þekkingar eða reynslu.
 
Vonandi verða fleiri til að fjalla um þetta og fræða svo fólk skilji hve alvarlegar afleiðingar geta orðið af því að aftengja tækni og þekkingu.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Nú árið er liðið …

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
31. desember 2025 | kl. 06:30

Þannig týnist tíminn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. desember 2025 | kl. 10:00

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Frystiklefafælni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
06. nóvember 2025 | kl. 06:00

Tár

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
28. október 2025 | kl. 11:00