Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Tvístígandi

EYRARPÚKINN - 55 

Vinstri löppina langaði í Vopnafjörð en þá hægri dreymdi þrennur gegn Þór á Moldarvelli og stóð þar hnífurinn í kúnni.
 
Svo rammt kvað að ást foreldra minna á Vopnafirði að ég hafði það á tilfinningunni í uppvextinum að ég væri að austan. Kunni bara tvö bæjarnöfn í Eyjafirði, prestssetrin Laufás og Grund.
 
Taldi ekki Hólkot Steindórs Jónssonar til Eyjafjarðar en ekki má gleyma Hjarðarhaga Freyvangsmegin dalsins því þangað fórum við stundum í heimsókn og skein sól þá sunnudagseftirmiðdaga þegar við dóluðum yfir Eyjafjarðarbrýrnar.
 
Strekkingur út Hlíðina á leið í Hörgárdalinn og brást ekki þegar beygt var að Hörgárbrúnni að bílslysið þegar bresku hermennirnir létu lífið í jeppa sínum væri rifjað upp.
 
Garrann lægði svo lítillega á Möðruvallamelum en strengur fram dalinn hjá Auðbrekku Stefáns Valgeirssonar en Stefán var björtust von í brjósti framsóknar í hreppnum og barst oft í tal þessi misserin.
 
Var hossast í bílakosti á borð við rauða Skódann hans Kalla frænda á Reykjalundi, heiðbláan Fóksvagn Þormóðs að ógleymdum svörtum Ford júníor Björns Kristinssonar A 87.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Tvístígandi er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00

Segularmböndin

Jóhann Árelíuz skrifar
07. desember 2025 | kl. 06:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Rauði Skódinn

Jóhann Árelíuz skrifar
09. nóvember 2025 | kl. 06:00