Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Sveitasæla

EYRARPÚKINN - 56

Eftirmiðdagur á sveitasetri inn af Dalvík í hvítri júnísól.
 
Okkur er boðið uppá kaffi og með því í stofu sem ber þess merki að þar er ekki gengið um dagsdaglega og ekkert rýfur þögnina nema kellingaspjallið sem færist í aukana.
 
Iðar allt af spikfeitum flugum á rúðum og í gluggakistum og er þrálátt suð þeirra værðar- og syfjulegt í ljóma vorsumardagsins en akkúrat þegar húsfreyja ber á borð bústna könnu með rjóma röðulrauðum lendir feitasta flugan magalendingu í þykkan löginn.
 
Þríf ég fluguna umsvifalaust uppúr könnunni og lýst bylmingshöggi þar sem hún liggur afvelta á borðinu og spýtist innvolsið rjóma blandið um allan dúk.
 
Fer hrollur um hjálpræðiskonurnar en góður rómur er þó gerður að karlmannlegri framgöngu minni þó ég þyki harðhentur og flugan blessuð í bak og fyrir.
 
Þá skín sól á Svarfaðardal en sunnan stofugluggans sitrar lækjarpísl fram sílgrænan teig krökkan sóleyjum norður og niður túnið.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Sveitasæla er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Fram á rauðan morgun

Jóhann Árelíuz skrifar
26. október 2025 | kl. 06:00

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Frumbyggjar Vopnafjarðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. október 2025 | kl. 11:30

Gulrótnastuldurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
28. september 2025 | kl. 06:00

Blómabíllinn, Pissubíllinn

Jóhann Árelíuz skrifar
21. september 2025 | kl. 06:00