Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Kattaraugun

EYRARPÚKINN - 39

Nonni skartaði fjórtán kattaraugum á svörtum drullusokki og lýstu glyrnurnar myrkrið eins og rakettur þegar hann steig pedalana.

Nonni reiddi okkur stráka og vorum stundum margir á hesti og komumst ekki langt en mér fannst gaman að standa á stýrinu.

Sendlahjól Kaj Rasmussen bakara sem geymdi hveitisekki í skúrnum var einstakt hjól danskt og máluðum við það svart en skiltið hvítt á milli slánna og reiddum heim kartöflur úr garðinum norðan Norðurgötu og kenndum Einari Jónssyni að hjóla.

Hlykkjaðist pabbi suður Norðurgötuna með poka á grind og mildi að hann slasaði ekki sig og aðra áður en Nonni náði að stoppa hann af.

Níu ára gamall keypti ég hjólið hans Gulla en Gulli keypti DBS og kallaði Djöfulsins bölvað skran en Simmi átti Raleigh með breiðum dekkjum og entist lengi í Eyrarvegi.

Ef reiðhjól hvarf af bæ fannst það útí Ægisgötu og erfðum við það ekki lengi við Stegló Magló. Slútti brúskurinn rauði oná ennið en brillur á nefbroddi þegar Stegló reiddist.

Stjörnubjört kvöld hjóluðu stóru púkarnir út og suður Eyrina með kattaraugun rauð og græn í bláu myrkrinu.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Kattaraugun er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Fram á rauðan morgun

Jóhann Árelíuz skrifar
26. október 2025 | kl. 06:00

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Frumbyggjar Vopnafjarðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. október 2025 | kl. 11:30

Gulrótnastuldurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
28. september 2025 | kl. 06:00

Blómabíllinn, Pissubíllinn

Jóhann Árelíuz skrifar
21. september 2025 | kl. 06:00