Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Kári og Skúli

EYRARPÚKINN - 26

Þó Nonni æfði ekki fótbolta Fellssumrin níu tók hann undraverðum framförum í íþróttinni norður kominn enda áhuginn ódrepandi.

Man ég leik í þriðja flokki KA og Þórs á Þórsvellinum sem var malarvöllur neðan við súkkulaðiverksmiðjuna Lindu en fyrir sunnan Kaffibrennslu Kea.

Þar tóku þeir Kári og Skúli Þórsara í kennslustund og skildu eftir með sár enni og ellefu mörk á baki.

Ég stóð á hliðarlínunni og taldi mörkin og voru það Kári eða Skúli, Skúli eða Kári sem skutu undir slár við stengur eða yfirspiluðu markmannsgreyið og hlógu á línunni.

Kunni ég mér ekki læti og hrópaði Áfram KA, afturábak Þór!

Eins og þörf væri á að strá salti í þau sár.

Og Nonni var flinkur á kantinum og sendi á Skúla sem drap 'ann á brjósti og lyfti yfir markvörðinn eða á Kára sem skallaði 'ann inn.

Slíkir voru yfirburðir KA að þeir náðu í markmann sinn meðal drengja að leik á Moldarvellinum og varð Diddi Jakobs fyrir valinu og var útispilari í fjórða flokki.

Fleiri dugnaðardrengir voru í KA-liðinu eins og Frímann Frímannsson og Stebbi Gull en rættist úr fáum þegar þeir fullorðnuðust og létu Þórsurum eftir þau sætin í ÍBA.

Enda vantaði hvorki metnað né hörku í menn eins og Trölla og Manga Jónatans.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Kári og Skúli er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Sumarfrí

Jóhann Árelíuz skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Uppgrip í Vaglaskógi

Jóhann Árelíuz skrifar
20. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Frá morgni til kvölds

Jóhann Árelíuz skrifar
22. júní 2025 | kl. 06:00