Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Frá morgni til kvölds

EYRARPÚKINN - 44

Mér fannst það eðlilegt þegar ég heyrði um Þórólf Beck að hann hefði pattinn gengið um með boltann í snæri.

Mig skorti að vísu þolinmæði til þess en æfði mig þrotlaust í einrúmi heima á lóð.

Þaut í svigi á milli trjánna Ægisgötumegin og reyndi að líma boltann við tærnar. Lék ég mér mikið einn í bolta skemmtunarinnar vegna og fínslípaði tæknina daglega.

Það var alstaðar hægt að vera í bolta og vorum kannski tveir að sparka Stebbi litli Hreiðars og ég.

Boltinn tolldi jafnvel betur við Stebba en mig en hann var ekki eins snöggur uppá lagið og fullmikið fyrir dúll og þá var að mæða hann og tína svo af honum knöttinn eins og epli af grein.

Oft vorum við þrír að leik og skiptumst á um að vera í marki og voru Pelé og Púskas, Di Stefanó eða Real Madrid og Brasilía.

Alstaðar vellir og flatir að spila á og vorum oft í bolta á götunni.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Frá morgni til kvölds er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Fram á rauðan morgun

Jóhann Árelíuz skrifar
26. október 2025 | kl. 06:00

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Frumbyggjar Vopnafjarðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. október 2025 | kl. 11:30

Gulrótnastuldurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
28. september 2025 | kl. 06:00

Blómabíllinn, Pissubíllinn

Jóhann Árelíuz skrifar
21. september 2025 | kl. 06:00