Fara í efni
Jóhann Árelíuz

Blómabíllinn, Pissubíllinn

EYRARPÚKINN - 57

Það er sami Sjevrólettinn sem er Blómabíll og Pissubíll.
 
Hlaupum við krakkarnir syngjandi á eftir Blómabílnum á Sumardaginn fyrsta og Seytjánda júní þegar bíllinn ekur borðaskreyttur um götur Eyrinnar með fjólublá blómin gul og rauð á palli og flautar við og við.
 
Á eftir Pissubílnum hjólum við púkar eins lengi og buna endist á tanki og er unun að sjá vatnið sturtast á rykið því þá skín sól í heiði og skrönsum við og bremsum í hálli bleytunni.
 
Og stundum hlaupum við undir fossinn aftan úr vörubílnum bláa. 
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Blómabíllinn, Pissubíllinn er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Fram á rauðan morgun

Jóhann Árelíuz skrifar
26. október 2025 | kl. 06:00

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Frumbyggjar Vopnafjarðar

Jóhann Árelíuz skrifar
05. október 2025 | kl. 11:30

Gulrótnastuldurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
28. september 2025 | kl. 06:00

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00