Fara í efni
Jóhann Árelíuz

0-1

EYRARPÚKINN - 24

Það er þyngra en tárum taki að tapa fyrir Þór og skeður í eina leik mínum í sjötta flokki.

Moldarvöllurinn er óvenju harður þann laugardag og þegar við sækjum á syðra markið sker sólin í augu ásamt strekkingi af Vindheimajökli.

En Þórsararnir þrífast á Þórsrauðu buxunum og virðast fleiri en bláir KA-strákar því oftast er fótur fyrir og olnbogi þegar ég reyni að þvæla mig úr þvögunni.

Til að kóróna réttlætið skorar granni úr Ægisgötu 15 eina mark leiksins þegar hann rekur tána í boltann og segir allt.

Það er Jói Axels sem kallaður er Stóri Jói en ég Litli Jói af Þresti bróður hans og fleirum á Eyrinni og nær sjaldan af mér boltanum heima á lóð.

En það verður ekki af Þórsurum skafið að þeir hlaupa mikið og haltra ég niður Fjólugötu með kökk í hálsi, þetta má aldrei gerast aftur.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • 0-1 er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Sumarfrí

Jóhann Árelíuz skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Uppgrip í Vaglaskógi

Jóhann Árelíuz skrifar
20. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Frá morgni til kvölds

Jóhann Árelíuz skrifar
22. júní 2025 | kl. 06:00