Fara í efni
Gervigreind

Vilt þú taka þátt í A! Gjörningahátíð?

Frá A! Gjörningahátíð í fyrra. Heather Sincavage / He Hath Covered My Soul Inward. Mynd: aðsend

Lumar þú á hugmynd að gjörningi eða ert áhugasöm/samur um að taka þátt í A! Gjörningahátíð?

Skipuleggjendur hátíðarinnar kalla nú eftir gjörningum eða hugmyndum frá listafólki úr öllum listgreinum og öðrum áhugasömum um hátíðina, sem fram fer 9.-12. október næstkomandi. Valið verður úr innsendum hugmyndum og fá þátttakendur greiddar 80.000 krónur í þóknun. Áhugasöm eru beðin um að senda umsókn á umsokn@listak.is ásamt textalýsingu á hugmynd og sýnishorni í myndformi af fyrri verkum. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst næstkomandi.

Sköpunarkraftur yngri kynslóðarinnar virkjaður í ár

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem nú er haldin í ellefta sinn. Í frétt á vef Listasafnsins á Akureyri segir að í ár verði sú nýjung að boðið verður upp á gjörningasmiðjur fyrir yngri kynslóðina og afraksturinn sýndur á síðasta degi hátíðarinnar.

Gjörningahátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Myndlistarfélagsins, Vídeólistahátíðarinnar Heim og Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Þátttakendur eru listamenn á öllum aldri, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum, dans- og leikhúsfólki. Að venju verður frítt inn á alla viðburði hátíðarinnar.

 

Frá A! Gjörningahátíð í fyrra. Henrik Koppen / Suck My Tongue

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45