Fara í efni
Gervigreind

Kristján: Togstreita milli einskis og einhvers

SÖFNIN OKKAR – 81

Frá Listasafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

Kristján Guðmundsson
Etching 37
2002
Æting á bómullarpappír, speglafrítt gler

Kristján Guðmundsson fæddist á Snæfellsnesi 1941. Hann er sjálfmenntaður myndlistarmaður, hóf feril sinn á sjöunda áratugnum og hélt sína fyrstu sýningu á Mokkakaffi í Reykjavík 1968. Hann var stofnfélagi Gallerí SÚM 1969 og veitti því forstöðu fyrsta árið. Kristján bjó í Amsterdam í Hollandi á áttunda áratugnum, hlaut þar styrk og komst í beina snertingu við alþjóðlega framúrstefnu.

Kristján er einn þekktasti fulltrúi konseptlistar á Íslandi. Með verkum sínum og efnisvali teygir hann takmörk hefðbundinnar skilgreiningar á list. Á ferli sínum hefur hann sýnt verk sín víða, aðallega þó í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann er einnig þekktur fyrir bókverk og bæði myndlistarverk hans og bækur er að finna í safneignum ýmissa safna.

Verkið sem hér er til umfjöllunar var hluti af sýningu Kristjáns, Átta ætingar, sem sett var upp í Listasafninu á Akureyri í janúar á þessu ári og stóð fram í maí. Listasafnið festi í kjölfarið kaup á verkinu. Sýningin samanstóð af átta verkum sem urðu til innan togstreitunnar milli einskis og einhvers og bera einkenni abstrakt- og hugmyndalistar, sem er einkennandi í listsköpun Kristjáns.

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45