Fara í efni
Gervigreind

Tíu frá GA á Íslandsmóti unglinga í höggleik

Þessir fjórir fulltrúar Íslands á European Young Masters í Frakklandi í síðasta mánuði eru með á mótinu í Þorlákshöfn. Frá vinstri: Arnar Daði Svavarsson GKG, Máni Freyr Vigfússon Keili, Bryndís Eva Ágústsdóttir Golfklúbbi Akureyrar og Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir GR. Mynd: golf.is

Íslandsmót unglinga í höggleik í golfi fer fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn um helgina. Keppendur frá Golfklúbbi Akureyrar eru tíu talsins en alls eru 103 ungmenni skráð til leiks. Keppt er í aldursflokkum 15-16 ára og 17-18 ára stúlkna og pilta.

Þær Björk Hannesdóttir, Bryndís Eva Ágústsdóttir og Lilja Maren Jónsdóttir leika í flokki 15-16 ára stúlkna og fimm piltar frá GA eru í sama aldursflokki. Það eru Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Egill Örn Jónsson, Finnur Bessi Finnsson og Patrekur Máni Ævarsson. Enginn keppandi er frá GA í flokki 17-18 ára stúlkna en þeir Hafsteinn Thor Guðmundsson og Ragnar Orri Jónsson taka þátt í piltaflokki 17-18 ára.

Mótið hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með skori keppenda og stöðu í aldursflokkunum hér.

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45