Fara í efni
Gervigreind

Ennþá allt í járnum á Íslandsmótinu í golfi

Veigar Heiðarsson slær af teig á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi. Mynd: Golfsamband Íslands.

Að afloknum þriðja keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði er Veigar Heiðarsson ennþá að elta efstu menn í karlaflokki. Hann lék á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari og er samtals á pari vallarins þegar einn keppnisdagur er eftir. Veigar deilir 7. sætinu og á góða möguleika á að blanda sér í baráttuna um verðlaunasæti. Heimamaðurinn Axel Bóasson úr GK lék á pari í dag og er efstur fyrir lokadaginn á sjö höggum undir pari.

Veigar og Óskar Páll Valsson voru einu kylfingarnir úr GA sem komust gegnum niðurskurðinn í karlaflokki eftir tvo hringi. Óskar Páll lék á 77 höggum í dag og er samtals á 16 höggum yfir pari í 38. sæti.

Í kvennaflokki komust Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Lilja Maren Jónsdóttir gegnum niðurskurðinn. Andrea Ýr náði sér ekki á strik á seinni 9 holunum í dag, eftir að hafa leikið vel á fyrri 9. Hún endaði á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari og er samtals á 23 höggum yfir pari í 15. sæti. Lilja Maren náði sínu besta skori á mótinu í dag, lék á 79 höggum og er í 17. sæti á 26 höggum yfir pari samtals.

RÚV sýnir beint frá lokadeginum og hefst útsending klukkan 15. Hægt er að fylgjast með skori allra keppenda og stöðunni í mótinu hér.

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45