Fara í efni
Gervigreind

Slá 12-15 þúsund bolta á hverjum degi

Ungur kylfingur æfir sig að slá úr æfingabás á Klöppum. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Eins og fram kom í viðtali á akureyri.net við Steindór Kr. Ragnarsson, framkvæmdastjóra og vallarstjóra Golfklúbbs Akureyrar á dögunum, hefur orðið mikil aukning á öllum sviðum í starfsemi klúbbsins í sumar. Kylfingar eru ekki bara duglegri við að fara út á völl og spila golf - þeir eru líka duglegri við að æfa sig.

Steindór segir að notkunin á æfingabásunum á Klöppum hafi tvöfaldast frá fyrra ári. Það sé ekki síst að þakka Trackman tæknibúnaði sem settur var upp á svæðinu og færir kylfingum alls konar tölulegar upplýsingar um höggin sem þeir slá.

Sjálfsalinn á Klöppum „verpir“ ófáum golfboltum á hverjum einasta degi.

Blaðamaður spyr Steindór hvort hann geti skotið á hversu margir boltar séu slegnir á æfingasvæðinu. Hann er ekki í vandræðum með það og þarf ekkert að giska. Þessar upplýsingar eru til á rafrænu formi og hægt að sjá nákvæmlega hversu margir boltar eru slegnir dag frá degi. Og fjöldinn kemur á óvart: „Þetta eru svona 12-15 þúsund boltar á dag,“ segir Steindór sallarólegur eftir að hafa sest við tölvuna og rýnt í kerfið.

Róbóti rúntar um og hirðir upp boltana

Eins og fram kom í annarri frétt hefur tæknivæðingin líka náð út á golfvöllinn, því 10 slátturóbótar vinna sleitulaust út um allan völl við að halda grasinu í skefjum. Þar að auki hefur klúbburinn komið sér upp róbóta á æfingasvæðinu. Hans hlutverk er að rúnta um og hirða upp golfboltana sem kylfingar slá á æfingasvæðinu. Boltunum skilar hann í þartilgerða gryfju og þaðan er þeim blásið með loftþrýstingi aftur upp í sjálfsalann sem sér kylfingunum fyrir æfingaboltum. Eins og gefur að skilja er töluverð vinna við að hirða upp 12-15 þúsund bolta á dag. Þökk sé tækninni þarf mannshöndin lítið að koma nálægt þeirri vinnu í dag.

Kylfingar slá bæði úr básum á Klöppum og af þaki byggingarinnar. Útsýnið er fallegt.

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45