Fara í efni
Gervigreind

Golf: Bryndís Eva Íslandsmeistari stúlkna

Bryndís Eva Ágústsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í dag eftir sigur í 15-16 ára flokki.

Bryndís Eva Ágústsdóttir, 16 ára kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar (GA), varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í stúlknaflokki 15-16 ára. Hún lék stöðugt golf alla þrjá keppnisdagana og varð níu höggum á undan þeirri sem næst kom. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum bráðefnilega kylfingi.

Mótið fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Bryndís Eva lék alla hringina þrjá á 72 höggum, eða pari vallarins, samtals á 216 höggum. Björk Hannesdóttir lék vel í dag og var ekki nema einu höggi frá því að krækja í bronsverðlaun. Hún lék hringina þrjá á 231 höggi. Skammt þar á eftir var Lilja Maren Jónsdóttir á 234 höggum og hún endaði í 8. sæti. Björk og Lilja Maren eru einnig báðar í GA.

 

Bryndís Eva lék stöðugt golf og vann öruggan sigur í flokki 15-16 ára stúlkna.

Fimm keppendur frá GA voru í flokki 15-16 ára pilta. Þar náði Ágúst Már Þorvaldsson bestum árangri, lék á 225 höggum samtals eða 9 höggum yfir pari, og endaði í 6. sæti. Arnar Freyr Viðarsson lék á 232 höggum og deildi 9. sæti, Egill Örn Jónsson lék á 239 höggum og deildi 17. sæti, Patrekur Máni Ævarsson varð 20. á 245 höggum og Finnur Bessi Finnsson deildi 24. sætinu á 255 höggum samtals.

Í piltaflokki 17-18 ára voru Hafsteinn Thor Guðmundsson og Ragnar Orri Jónasson meðal keppenda. Hafsteinn Thor varð í jafn tveimur öðrum í 5. sæti á 338 höggum samanlagt og Ragnar Orri deildi 12. sæti á 242 höggum.

Kristófer Áki vann bronsverðlaun í flokki 13-14 ára

Um helgina fór líka fram Íslandsmót í höggleik í flokki 12 ára og yngri og 13-14 ára á Svarfhólsvelli á Selfossi. Þar átti GA 5 keppendur og Kristófer Áki Aðalsteinsson gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti í flokki 13-14 ára drengja. Hann lék hringina þrjá á samtals 176 höggum. Bjarki Þór Elíasson varð í 20. sæti á 198 höggum og Jóakim Elvin Sigvaldason deildi 32. sæti á 210 höggum.

Í stúlknaflokki 13-14 ára varð Embla Sigrún Arnsteinsdóttir í 6. sæti á 227 höggum og drengjaflokki 12 ára og yngri deildi Andri Mikael Steindórsson 17. sæti á 217 höggum.

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45