Fara í efni
Gervigreind - pistlar

Náttúra landsins og beint flug lykilatriði

Mynd: Isavia/Pedromyndir

Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála birti í sumar. Könnunin var gerð meðal flugfarþega á Akureyrarflugvelli frá desember 2024 til apríl 2025. Markmiðið var að safna saman upplýsingum um ferðavenjur, dvalarlengd, útgjöld og upplifun erlendra ferðamanna sem heimsóttu Norður- og Austurland að vetrarlagi.

Aðrir ráðandi þættir í ákvörðuninni um að fara í ferðalag um Norðurland voru áhugi á norðurslóðum og kaldara loftslagi, öryggi áfangastaðarins, Íslendingar og þeirra menning og meðmæli frá vinum eða öðrum. Gott verð á flugi hafði einnig meiri áhrif frá Manchester en London, en hafa ber í huga að þetta var fyrsti veturinn þar sem boðið er upp á flug þaðan til Akureyrar.

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má sjá tölfræði setta fram á myndrænan hátt – meðal annars þessa. Meira hér.

 

Helmingurinn frá Bretlandi hafði áður komið til Íslands

Farþegar frá Bretlandi voru líklegri til að bóka ferð með eins til fjögurra mánaða fyrirvara, en ríflega helmingur hafði gert það. Áberandi var að fleiri farþegar frá Zurich og Amsterdam bókuðu með meira en fjögurra mánaða fyrirvara.

Í samræmi við þær tölur sem hafa birst frá Ferðamálastofu á undanförnum árum eru Bretar stærsti hluti þeirra sem heimsækir Ísland yfir vetrartímann. Um 50% þeirra sem flugu frá Bretlandi höfðu áður komið til Íslands, og þar af höfðu í kringum 70% komið að vetri til.

Alls bárust um 906 svör og var þátttaka best hjá farþegum sem voru á leið til London eða Manchester. Svörin voru færri meðal þátttakenda til Zurich og Amsterdam og gefa þau svör því frekar vísbendingu um ferðavenjur, frekar en tölfræðilegar marktækar niðurstöður.

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30