Fara í efni
Gervigreind - pistlar

Jólaflug með easyJet þegar komið í sölu

Pálmar og jól? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Jólaflugin eru komin í sölu hjá easyJet. Mynd: Snæfríður Ingadóttir

Flug easyJet næsta vetur milli Akureyrar og Gatwick annars vegar og Manchester hins vegar er komið í sölu á heimasíðu flugfélagsins. Forsjálir geta því bókað jólaferðina strax. 

Samkvæmt heimasíðu easyJet er fyrsta flug vetrarins frá Akureyri til Gatwick flugvallar í London þann 27. október og Manchester flug er fáanlegt frá 14. nóvember. Nú er hægt að kaupa miða til beggja þessara áfangastaða út janúar 2027. Norðlendingar þurfa þó ekki að örvænta því samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Norðurlands eiga, eftir því sem best er vitað þar á bæ, fleiri flug eftir að bætast við, bæði seinni hluta vetrar og einnig haustflug til London.

Að sögn Hjalta Páls Þórarinssonar, verkefnastjóra Flugklasans Air 66N, mun Manchesterflugið væntanlega hefjast 14. nóvember eins og komið er inn á vefinn og væntanlega verður flogið til marsloka eins og áður. Þá mun London-flugið að öllum líkindum hefjast í októberbyrjun eins og áður, þar sem október 2025 seldist mjög vel. 

Akureyri.net rýndi lauslega í verðið á jólaflugi easyJet og valdi einn vinsælasta vetraráfangastað Íslendinga, Tenerife:

  • Ef valið er að fara þann 19. desember frá Akureyri með heimkomu þann 5. janúar þá er ódýrasta verð fyrir einn um 94 þúsund krónur. Gista þarf í Bretlandi á báðum leiðum.
  • Ef ferðadagar á þessari sömu flugleið eru valdir fyrr í desember eða seinna í janúar er hins vegar hægt að ná verðinu töluvert niður, til dæmis ef farið er á aðventunni þann 1. desember og komið heim þann 12. desember, þá kostar ódýrasta fargjaldið um 20 þúsund krónur fram og tilbaka til Tenerife með stoppi á Gatwick.

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30