Fara í efni
Gervigreind - pistlar

Sé flugi aflýst eiga farþegar ýmsa kosti

Martin Michael framkvæmdastjóri Niceair kynnir áform Niceair á fundi í Flugsafni Íslands á Akureyri í desember síðastliðnum. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Þegar flugferðum er aflýst eiga farþegar sem höfðu bókað sæti ríkari réttindi til úrlausnar heldur en þegar flugi seinkar. Til dæmis geta þeir krafist þess að flugfélagið komi þeim á ákvörðunarstað eftir öðrum leiðum. Þeir farþegar sem áttu bókað með flugi Niceair til Kaupmannahafnar í febrúar, sem nú hefur verið aflýst, eiga rétt á að Niceair komi þeim þangað að kostnaðarlausu eftir öðrum leiðum – kjósi þeir svo.

Samkvæmt evrópskri reglugerð er réttur flugfarþega tryggður þegar röskun verður á flugi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir við akureyri.net að við aflýsingu flugferða tryggi reglugerðin farþegum val um þrenns konar úrbætur:

  • Að fá endurgreitt að fullu innan sjö daga
  • Að fá annað flug við fyrsta tækifæri til lokaákvörðunarstaðar (jafnvel með öðru flugfélagi)
  • Að fá annað flug síðarmeir til lokaákvörðunarstaðar (jafnvel með öðru flugfélagi)

Niceair hefur gefið það út að þeir farþegar sem bókað höfðu flug með félaginu muni fá fulla endurgreiðslu, auk 25% ferðainneignar fyrir flug í framtíðinni. Eins og fram kemur hér að framan er farþegum ekki skylt að þiggja endurgreiðslu fargjaldsins, heldur geta þeir farið fram á að láta Niceair útvega sér annað far í stað þess sem aflýst var.

Nánar má fræðast um réttindi flugfarþega þegar röskun verður á flugi á vef Neytendasamtakanna.

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30