Fara í efni
Gervigreind - pistlar

Kaupmannahafnarflug Niceair áformað í haust

Martin Michael framkvæmdastjóri Niceair gerir ráð fyrir að Kaupmannahafnarflug félagsins hefjist á síðari hluta ársins. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Martin Michael, framkvæmdastjóri Niceair, segir í fréttatilkynningu frá félaginu að gert séð ráð fyrir að flug á vegum þess milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hefjist á síðari hluta ársins. Eins og akureyri.net greindi frá í frétt í gær hefur Niceair hætt við áður auglýstar ferðir milli borganna í febrúar og er ástæðan sú að eftirspurn hafi reynst minni en búist var við. Allir farþegar sem þegar höfðu bókað flug með félaginu fá fulla endurgreiðslu, auk ferðainneignar.

Samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningunni segir Martin að auk eftirspurnarsjónarmiða hafi ástæða þess að ákveðið var að staldra við einnig verið sú að sumir lykilþættir í undirbúningnum hafi reynst tímafrekari en upphaflega var áætlað. Sérstaklega þurfi áframhaldandi samræður og samningaviðræður við ferðaskrifstofur og ferðaheildsala lengri tíma, til að tryggja sjálfbæra og vel samræmda innkomu á markaðinn.

Miðað við núverandi áætlanir kveðst Niceair gera ráð fyrir að hefja flug milli Kaupmannahafnar og Akureyrar á síðari hluta ársins 2026, að því gefnu að endanleg rekstrar- og viðskiptaleg áætlun verði tilbúin.

Niceair segist hvergi ætla að hvika frá skuldbindingum sínum við íslenskan markað, en jafnframt eru aðrir markaðir í Evrópu einnig á dagskrá. „Eins og fram kom á blaðamannafundi: Við eigum rætur á Akureyri en erum með starfsemi í Evrópu. Fyrsti kílómetri maraþonsins hefur ekki gengið samkvæmt áætlun, en öll vegalengdin er enn fram undan,“ segir Michael Martin.

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30