Fara í efni
Umræðan

Veigar lék frábært golf með landsliðinu

Veigar Heiðarsson lék frábærlega á Írlandi í gær. Mynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Evrópumót landsliða í golfi hófust í gær og Golfklúbbur Akureyrar á þrjá fulltrúa í landsliðshópunum.

Veigar Heiðarsson lék frábært golf á fyrsta keppnisdegi með karlalandsliðinu í gær, endaði á 67 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Hann var meðal efstu manna eftir fyrsta keppnisdag, aðeins tveimur höggum frá toppsætinu.

Karlalandsliðið keppir með 16 sterkustu þjóðum Evrópu í efstu deild og fer mótið fram á Killarney golfvellinum á Írlandi. Keppni á öðrum keppnisdegi hófst kl. 9 í morgun og hægt er að fylgjast með skori keppenda hér.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, til vinstri, og Bryndís Eva Ágústsdóttir

Andrea Ýr Ásmundsdóttir keppir með kvennalandsliðinu í Frakklandi og lék á 75 höggum á fyrsta keppnisdegi í gær, fimm höggum yfir pari. Keppni er hafin á öðrum degi og var Andrea á parinu eftir fyrri 9 holurnar. Hægt er að fylgjast með gengi kvennalandsliðsins hér.

Loks er Bryndís Eva Ágústsdóttir á Englandi að keppa með stúlknalandsliðinu. Hún lék fyrsta keppnisdaginn á 78 höggum, fjórum höggum yfir pari, og var með næstbesta skorið af íslensku stúlkunum. Eins og með hin landsliðin þá er annar keppnisdagurinn hafinn og hægt að fylgjast með gangi mála hér.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45