Fara í efni
Umræðan

Um orkuöryggi og orkuskipti

Svar við grein Ingu Sigrúnar Atladóttur sem birtist á Akureyri.net 15. maí._ _ _

Sæl Inga Sigrún, við hjá Landsneti getum fullvissað þig og aðra lesendur Akureyri.net um að við erum ekki að fara gegn eigendastefnu né stefnu stjórnvalda þegar kemur að lagningu raflína.

Fyrir okkur skiptir máli að fara eftir þeim ramma sem stjórnvöld setja okkur hvað varðar orkuöryggi, hagkvæmni og samfélagið sem við störfum í. Við hvorki getum né höfum áhuga á að vinna öðruvísi. Okkar hlutverk er að tryggja orkuöryggi og aðgengi að raforku innan þess ramma sem okkur er skipaður.

Við eigum í mjög góðu samtali við bæjar- og skipulagsyfirvöld á Akureyri um línuna, sem er lykillína í orkuöryggi og orkuskiptum okkar allra, og leið hennar innan bæjarmarka á Akureyri þannig að línan muni ekki hamla framtíðar uppbyggingu bæjarins.

Samtalið við umhverfið skiptir okkur máli og við erum alltaf til í spjall um línuna, leiðirnar og framtíðina.

Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00