Fara í efni
Umræðan

Toppslagur þegar Þór tekur á móti KR

Kvennalið Þórs í körfubolta hefur staðið sig vel í vetur og er í hörkubaráttu um að komast upp í efstu deild.

Kvennalið Þórs í körfubolta tekur á móti KR í kvöld í síðasta heimaleiknum í deildarkeppninni. Bæði lið eru í toppbaráttu næst efstu deildar Íslandsmótsins, Þórsstelpurnar í öðru sæti með 34 stig en KR-ingar í fjórða sæti með 26. 

Stjarnan er orðin deildarmeistari en eftir að hefðbundinni deildarkeppni lýkur tekur við úrslitakeppni fjögurra efstu liða um hvert þeirra hreppir eitt laust sæti í efstu deild næsta keppnistímabil.

Leikurinn í kvöld hefst í Íþróttahöllinni klukkan 19.15.

Þór og KR hafa mæst tvisvar í vetur og Þórsarar haft betur í bæði skiptin í mjög spennandi leikjum; unnu 71:69 á Akureyri og 83:79 í Reykjavík.

Á heimasíðu Þórs er þeim, sem ekki komast á leikinn, bent á að hann verður í beinu streymi á Þór TV https://www.livey.events/thortv

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15