Fara í efni
Umræðan

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar.

Stefnt er að þéttri byggð, 15 fjölbýlishúsum og 200 íbúðum á reitnum. Tröllauknar hugmyndir eru um bílakjallara. Moka á í burtu öllum vestari hluta tjaldsvæðisins og steypa í staðinn 9.700 fermetra kjallara með stæðum fyrir 275 bifreiðar.

Enginn veit hver áhrif svona gríðarlegs jarðrasks kunna að verða á nágrennið. Hitt er hins vegar morgunljóst að væntanlegir íbúar tjaldsvæðisins verða tilneyddir að kaupa sneið af bílakjallaranum, ef þeir á annað borð kjósa að eiga bíl, því almenn bílastæði tengd reitnum verða nánast engin.

Með öðrum orðum, við ætlum að hækka íbúðarverð á tjaldsvæðisreitnum um tíu milljónir eða meira bara vegna andúðar á bílastæðum – ofan jarðar. Sem verður aftur til þess að ungir foreldrar veigra sér við að kaupa. Augljóslega ætti að skipuleggja tjaldsvæðisreitinn fyrst og fremst með þarfir barnafjölskyldna í huga. Reiturinn er í þægilegu göngufæri við grunnskóla, tvo framhaldsskóla, sundlaugina, íþróttahöllina, líkamsræktarstöð, íþróttasvæði KA, verslunarkjarna í Kaupangi – og sjálfan miðbæ Akureyrar.

Sýnum skynsemi. Hættum að hugsa um risavaxinn bílakjallara. Höfum að markmiði að tjaldsvæðisreiturinn verði sem mest freistandi fyrir unga foreldra sem er um leið hagur Akureyrarbæjar. Bílastæði verði ofan jarðar að gefnu fyrirheiti um að þeim verði breytt í leiksvæði eða gróðurreiti þegar draumsýnin um verulegan samdrátt í bílaeign bæjarbúa er orðin að veruleika.

Með þökk fyrir birtinguna

Jón Hjaltason er í skipulagsráði sem óháður fulltrúi

Þessi er hugmyndin um bílakjallarann undir tjaldsvæðisreitnum (gráleita svæðið). Gamli húsmæðraskólinn er fyrir miðri mynd. Nyrst (lengst til hægri) er hótel Berjaya. Vestur af hótelinu (ofan við á myndinni) er teiknuð heilsugæslustöð. Gert er ráð fyrir innkeyrslu í bílakjallarann á tveimur stöðum, báðum af Byggðavegi. Ekki er ljóst hvernig aðgengi sjö húsa af fimmtán verður hagað að þessum risavaxna bílakjallara.

Mynd: Nordic – office of Architecture

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00