Fara í efni
Umræðan

Þórsstelpurnar unnu Blika með 97 stig mun

Emma Karólína Snæbjarnardóttir var stigahæst í liði Þórs í gær með 22 stig. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Þór sigraði b liði Breiðabliks eins og vænta mátti í næst efstu deild Íslandsmóts kvenna í körfubolta í gær. Liðin mættust í Smáranum í Kópavogi og þótt vitað mál væri að Þór hefði miklu sterkara liði á að skipa áttu varla margir von á að munurinn yrði nærri 100 stig í lokin! Úrslitin urðu 138:41; munurinn því 97 stig.

Óþarft er að fara mörgum orðum um leikinn því tölurnar segja allt sem segja þarf. Allir 10 leikmenn Þórs komu við sögu og allir skoruðu. Emma Karólína Snæbjarnardóttir var stigahæst með 22 stig og næst henni kom hin unga Vaka Bergrún Jónsdóttir með 19; hún gerði sex 3ja stiga körfur og skoraði úr einu víti að auki!

Þetta var síðasta umferð deildarkeppninnar. Þórsarar urðu í öðru sæti og mæta liði Snæfells í fjögurra liða úrslitakeppni fjögurra efstu um sæti í efstu deild næsta vetur. Lið Stjörnunnar, sem varð efst, mætir KR.

Fyrsti leikur Þórs og Snæfells fer fram í íþróttahöllinni 25. mars, leikur tvö fer fram í Hólminum 28. mars og þriðji leikurinn í íþróttahöllinni 31. mars. Ef með þarf verður fjórði leikur 2. apríl í Hólminum og sá fimmti í Höllinni 5. apríl.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Smellið hér til að sjá lokastöðuna í deildinni

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00