Fara í efni
Umræðan

Þórsarinn Egill Orri hjá Midtjylland í Danmörku

Þórsarinn Egill Orri Arnarsson, bráðefnilegur 15 ára fótboltastrákur, æfði með og skoðaði aðstæður hjá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland í síðustu viku.

Danska félagið bauð Agli til sín fyrr í vetur og úr varð að Egill hélt til Danmerkur ásamt foreldrum sínum og dvaldi hjá danska félaginu í sex daga. Egill æfði með U16 og U17 ára liðum félagsins auk þess að taka þátt í æfingaleik gegn AGF Aarhus með U16 liði Midtjylland. Stóð Egill sig með mikilli prýði og lét sjálfur vel af dvöl sinni í Danaveldi, að því er segir á heimasíðu Þórs.

„Egill varð fimmtán ára gamall á dögunum en fyrr í vetur skrifaði hann undir sinn fyrsta leikmannasamning við Þór. Hann lék einnig sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk þegar hann kom inná í leik gegn Keflavík í Lengjubikarnum. Egill var hluti af Íslandsmeistaraliði Þórs í 4.flokki síðasta sumar,“ segir á síðunni.

„Þetta er í annað skiptið í vetur sem Egill fer erlendis til reynslu en hann fór til ítalska úrvalsdeildarliðsins Torino undir lok síðasta árs. Egill Orri á þrjá landsleiki fyrir U15 ára landslið Íslands og var á dögunum valinn í æfingahóp hjá U16 ára landsliðinu.“

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00