Fara í efni
Umræðan

Þórsarar unnu 800 þúsund í getraunum

Þórsarar áttu hauk í horni, Nathan Broadhurst, leikmann Ipswich Town, sem fagnar hér jafntefli Wales og Króatíu. Mynd af heimasíðu Þórs.

Hamarinn, húskerfi Þórsara, náði 13 réttum á blönduðum getraunaseðli með landsleikjum og leikjum í neðri deildum á Englandi á laugardaginn. Fengu Þórsarar tæplega 800 þúsund krónur fyrir sinn snúð. Greint er frá þessu á heimasíðu félagsins í morgun.

Þar er nefnt að þetta var eina röðin sem náði 13 réttum á Íslandi á laugardagsseðlinum, „en samtals voru 84 seðlar með 13 rétta, 83 í Svíþjóð og einn í Þorpinu,“ segir þar.

„Það stefndi reyndar lengi vel í að húskerfið fengi aðeins 12 rétta. Tíu leikjum var lokið á seðlinum og þrír landsleikir í gangi, Spánn-Noregur, Króatía-Wales og Andorra-Rúmenía. Treyst var á sigur Spánverja og Rúmena og fljótlega ljóst að það gengi eftir,“ segir á Þórsvefnum.

„Í kerfinu var hins vegar gert ráð fyrir að Wales myndi mögulega ná jafntefli við Króatíu, eða að Krótatar myndu sigra, sem sagt gert ráð fyrir 1x á þeim leik. Króatar komust yfir og allt leit út fyrir sigur þeirra þar til í uppbótartíma þegar Nathan Broadhead, leikmaður Ipswich Town sem spilar í þriðju efstu deild á Englandi (League One), skoraði jöfnunarmark á þriðju mínútu viðbótartíma leiksins.“

Smellið hér til að lesa meira á heimasíðu Þórs.

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03