Fara í efni
Umræðan

Þórsarar töpuðu fyrir Selfyssingunum ungu

Skjáskot af Selfoss TV

Þórsarar töpuðu fyrir ungmennaliði Selfossi á útivelli, 34:30, í Grill 66 deildinni í handbolta í gærkvöldi.

Fyrir leikinn voru Þórsarar með 12 stig, einu stigi minna en Selfyssingar. Þetta var næstsíðasti leikur liðsins í deildarkeppninni, en Þórsarar fá ungmennalið Vals í heimsókn í Höllina föstudaginn 31. mars og hefst sá leikur kl. 20:15, að því er segir á heimasíðu Þórs. Þar er vakin athygli á breyttri tímasetningu, sem stafar af því að sama dag verður þriðji leikur Þórsliðsins í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta.

Þórsarar verða með í úrslitakeppni Grill 66 deildarinnar sem hefst eftir páska.

Arnór Þorri Þorsteinsson og Jonn Rói Tórfinnsson voru eins og oft áður mest áberandi í markaskorun Þórsliðsins, Arnór með 10 mörk og Rói sjö.

Nánar hér á heimasíðu Þórs

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00