Fara í efni
Umræðan

Þorláksmessugufan

Undanfarin 23 ár höfum við hjónin verið í hlutverki gestgjafa á Þorláksmessu. Þorláksmessugufan í garðinum okkar hefur verið við lýði samfleytt allan þann tíma að einu ári undanskildu út af Covid. Nágrannar okkar hér í Grundargerði hafa skottast í garðinn okkar misvel klæddir enda á leið í gufuna. Með árunum hafa síðan nágrannar úr næstu húsum mætt og jafnvel aðrir sem eru búsettir annarsstaðar í bænum. Jólagufan er skemmtileg hefð og algjörlega ómissandi í huga margra íbúa í raðhúsinu. Þetta er lokapunkturinn í undirbúningi jólanna.

Auðvitað hafa komið upp ógleymanleg atvik á þessum árum og ófáar sögur og yndislegar minningar hafa skotið rótum í huga þeirra sem hafa heimsótt okkur hjónin.

Ein minning fer eflaust seint úr okkar huga, en fyrir nokkrum árum áttu heima hér í raðhúsinu aðilar sem unnu hjá hinum virtu fyrirtækjum Norðlenska og ÚA. Þegar þeir töltu til okkar í gufuna þá var nú klæðnaðurinn ekki að vefjast fyrir þeim. Náttsloppur og hvít stígvél sem þeir hafa eflaust fengið lánuð hjá hinu virtu fyrirtækjum. Á leiðinni til okkar vildu nú ekki betur til en að þeir mættu hjónum sem voru í rómantískum göngutúr og eflaust að gíra sig niður áður en hin helga hátíð gengi í garð. Var virkilega gaman að sjá þegar þau mættu þessum mönnum í hvítum baðsloppum og hvítum stígvélum. Ekki kannski draumur að fá menn arkandi á móti sér í svona múnderingu. Mómentið var magnað. Ég hef ekki séð fólk labba jafnhratt afturábak eins þau gerðu, þessu yndislegu hjón. Eflaust haldið að þarna væru þau að mæta persónum úr hinni góðu bíómynd Englum alheimsins. Allt fór nú vel sem betur fer. Þau náðu áttum mjög fljótlega eftir góðar útskýringar á klæðnaði þeirra.

Þess má geta í lokin að við höfum ekki séð þau síðan í göngutúr í Grundargerði eftir þessa upplifun. Að minnsta kosti ekki á Þorláksmessu.

Ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Tryggvi Gunnarsson er löggiltur fasteignasali

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00