Tap fyrir Stjörnunni og Evrópudraumurinn úti

Þór/KA tapaði 3:1 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag efri hluta Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Eftir þau úrslit eiga Stelpurnar okkar ekki lengur möguleika á sæti í Evrópukeppni næsta sumar.
Hulda Björg Hannesdóttir skoraði fyrir Þór/KA með fallegum skalla í kjölfar hornspyrnu seint í fyrri hálfleik og staðan var 1:0 að honum loknum.
Stjarnan var betri í seinni hálfleik og gerði þá þrjú mörk, en áður en gestirnir komust á blað fékk Hulda Ósk Jónsdóttir dauðafæri til að koma Þór/KA í 2:0 en nýtti það ekki.
Andrea Mist Pálsdóttir jafnaði gegn sínum gömlu félögum á 57. mín. og aðeins mínútu síðar skipti Kristján Guðmundsson þjálfaði Stjörnunnar, þremur varamönnum inná. Einn þeirra, Hulda Hrund Arnarsdóttir, tryggði Stjörnunni sigur með tveimur mörkum.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
Meira síðar


75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Líflínan

Samstaða, kjarkur og þor
