Fara í efni
Umræðan

Alex með Íslandsmet og fékk silfur á EM

Alex Cambray Orrason lengst til vinstri á verðlaunapallinum í Pilsen í dag. Mynd af vef Kraftlyftingasambands Íslands.

KA-maðurinn Alex Cambray Orrason varð annar í hnébeygju í dag á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði. Hann hlaut því silfurverðlaun í greininni. 

EM fer fram í borginni Pilsen í Tékklandi og Alex keppti í -93 kg opnum flokki.

Á vef Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) segir að KA-maðurinn hafi átt „geggjaðan beygjudag“. Hann byrjaði á því að lyfta 327,5 kg, tók næst 345 kg og í þriðju beygju lyfti hann 357,5 kg sem er 10 kg bæting á hans eigin Íslandsmeti. „Þessi lyfta tryggði honum silfur í hnébeygju í feykisterkum flokki.“

Bekkpressan var spennandi, fyrstu tvær lyfturnar gengu ekki sem skyldi en Alex fór upp með  202,5 kg í þriðju og síðustu lyftunni.

„Réttstöðulyftan byrjaði vel með 260 kg í fyrstu lyftu. Kviðdómur snéri við annarri lyftu í ógilda en Alex massaði 275 kílóin í þriðju lyftu,“ segir á vef KRAFT.

Alex lyfti samtals 835 kg sem gerði það að verkum að hann lenti í 4. sæti í samanlögðu í þyngdarflokknum. Á vef KRAFT segir að Alex og sá lenti í þriðja sæti hafi jafn lyft jafn miklu samanlagt en hinn (Slóvakinn Peter Novak) reyndist léttari við vigtun og 3. sætið er því hans.

MEÐ OG ÁN BÚNAÐAR

  • Munurinn á klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum með búnaði er sá að í þeim klassísku má ekki notast við neinn aukabúnað. Aðeins má nota hnéhólka sem ekki er hægt að herða og vafninga fyrir úlnlið. EM í Pilsen er í kraftlyftingum með búnaði þar sem nota má bekkpressuboli og stálbrækur, einnig hnévafninga sem hægt er að herða að eins og með frönskum rennilás.

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00