Fara í efni
Umræðan

Tap fyrir Fjölni í fyrsta leik Þórsara

Arnór Þorri Þorsteinsson flýtur sér í vörnina eftir að hafa gert eitt af 14 mörkum sínum í kvöld! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu fyrir Fjölni, 29:27, í Höllinni í kvöld í fyrstu umferð Grill 66 deildar Íslandsmótsins í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Staðan í hálfleik var 16:12 fyrir gestina.

Hvorugur nýju erlendu leikmannanna, sem Þórsarar höfðu kynnt til leiks, var með í kvöld þar sem þeir eru ekki orðnir löglegir. Þar ræðir um norður-makedónska línumanninn Kostadin Petrov og færeyska hornamanninn Jonn Róa. Þórsarar tefldu hins vegar fram króatískum „leynigesti“ – hávaxinni, örvhentri skyttu, Josip Vekic að nafni. Hann var undir radar fjölmiðla allt þar til í dag að ritstjóri handbolta.is rakst á nafn hans á félagaskiptavef HSÍ. Vekic er 24 ára og 2,09 metrar á hæð; á eftir að komast betur inn í sóknarleik Þórs en virðist öflugur varnarmaður við fyrstu sýn. 

Arnór Þorri Þorsteinsson var lang atkvæðamestur hjá Þór með 14 mörk, Josip Vekic gerði 5, Aron Hólm Kristjánsson 3, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 2 og þeir Halldór Yngvi Jónsson, Viðar Ernir Reimarsson og Arnviður Bragi Pálmason 1 hver.

Næsti leikur Þórsara er gegn Kórdrengjum á útivelli sunnudaginn 2. október.

Króatinn Josip Vekic þrumar að marki Fjölnis í fyrsta leiknum með Þór.

Arnór Þorri Þorsteinsson gerir eitt af 14 mörkum sínum í kvöld.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15