Fara í efni
Umræðan

Skelfilega farið með eldra fólk

EBAK, félag eldri borgara hér á Akureyri er með tvo frambærilega og mjög góða fulltrúa í öldungaráði Akureyrarbæjar sem hafa nú lagt fram til umræðu stöðu eldri borgara í félagsmiðstövunum Sölku í Víðilundinum og Birtu í Bugðusíðu 1, sem vægast sagt eru í miklum ólestri og vill svo til að ég er töluvert kunnugur málum þar sem ég starfa dálítið með eldri borgurum í Bugðusíðunni í sambandi við spilamensku (félagsvist) sem er vel sótt og ætíð mikið fjör, spilað hlegið og grínast enda mætt þar jafnvel 40 -50 manns hverju sinni.

Þetta ágæta fólk Úlfhildur og Hallgrímur hafa eins og fyrr segir borið fram og lýst ömurlegum aðstæðum eldri borgara á Akureyri, sem samkvæmt síðustu könnunum Gallup er Akureyrarbær í næst neðsta sæti í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög. Þar er af mörgu að taka t.d er salurinn í Bugðusíðunni að stærð langt innan við 200 fm. En í EBAK eru vel á þriðja þúsund félagar svo auðvelt er að sjá hver aðstaða er til alls félagsstarfs, funda og ýmis annars félagsstarfs. Og þá er komið að ömurlegum aðbúnaði eldra fólksinsins í sambandi við hvað varðar mat og kaffi því einungis er boðið upp á mat þrjá daga í viku af fimm og hina tvo daga vkunnar á svo gamla fólkið að éta það sem úti frýs eins og sagt er eða hvað og þá eru kaffitímar af skornum skammti. Opnurtímar félagsmiðstöðvanna með þjónusu eru af mjög skornum skammti t.d. er á föstudögum opið bara til kl. 13.00 og aðra virka daga bara til korter í fjögur og sumarfríin standa yfir ekki minna en þrjá mánuði og þá er allt lokað eftir kl. 13.00. Svona er nú búið að eldri borgurum hjá Akureyrarbæ og er þá ekki allt upp talið og að síðustu má tala um að margt af EBAK fólki er jafnvel foreldrar svo ég tali nú ekki um ömmur og afar þess fólks, sem nú situr í bæjarstjórn Akureyrar og ábyggilega naut mikillar umhyggju, atlætis og heilbrigðs lífs í sínu uppeldi. Verst er að ekki þýðir að segja þessum bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar að skammast sín því það kann það auðsjánlega ekki.

Hjörleifur Hallgríms er eldri borgari, fæddur og uppalinn Akureyringur

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15