Fara í efni
Umræðan

Sjálfboðastarf stuðlar að heilbrigði og vellíðan

Starfsfólk Rauða krossins við Eyjafjörð skrifar á næstu vikum pistla fyrir Akureyri.net um þau margvíslegu verkefni sem unnið er að á þeim vettvangi. Fyrsti pistillinn birtist í dag, þar sem einkum er fjallað er sjálfboðastarfið, en á Íslandi starfa um 3000 sjálfboðaliðar fyrir Rauða krossinn.

„Þegar sjálfboðaliðar eru spurð af hverju þau vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins,“ segir í pistlinum.

„Mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Auk þess hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks.“

Smellið hér til að lesa fyrsta pistil starfsfólks Rauða krossins við Eyjafjörð

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03