Fara í efni
Umræðan

„Sex stiga leikur“ KA gegn FH syðra í dag

KA-menn fagna eftir að fyrirliðinn, Ívar Örn Árnason, kom liðinu í 2:1 gegn FH í fyrri leik liðanna í sumar. Myndir: Ármann Hinrik

KA sækir FH heim í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í botnbaráttu Bestu deildar karla, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. ÍA er neðst með 12 stig en KA, ÍBV og FH koma næst með 15. KA telst í næst neðsta sæti vegna lakari marktölu en hin tvö. Því má segja að um sé að ræða einn hinna svokölluðu „sex stiga leikja“ – nái annað hvort liðið að sigra í dag stendur það betur í baráttu þeirra tveggja.

  • Besta deild karla í knattspyrnu
    Kaplakrikavöllur kl. 16:00
    FH - KA

Leikurinn í dag markar upphaf 15. umferðar deildarinnar. Framundan eru ekki síður mikilvægir leikir KA í baráttunni, því þrír af næstu fjórum eru gegn liðum á svipuðum slóðum í deildinni. Í næstu umferð fær KA lærisveina Lárusar Orra Sigurðssonar í ÍA í heimsókn, því næst sækja KA-strákarnir Íslandsmeistara Breiðabliks heim, þá kemur ÍBV í heimsókn og loks leikur KA gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Fyrri leikur KA og FH í deildinni var á Greifavelli KA 27. apríl í fjórðu umferð deildarinnar og KA-menn fögnuðu þá fyrsti sigri sumarsins, 3:2.

Leikurinn í apríl var bráðskemmtilegur. Hrannar Björn Steingrímsson náði forystu fyrir KA með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig snemma leiks; það var þriðja mark bakvarðarins í efstu deild og það fyrsta í sex ár! FH jafnaði eftir hálftíma leik, Ívar Örn Árnason kom KA yfir á ný þegar klukkutími var liðinn en KA-maðurinn Rodri varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark á 83. mínútu. Stuðningsmönnum KA leist þá ekki á blikuna en tóku gleði sína á ný aðeins mínútu síðar þegar Bjarni Aðalsteinsson gerði sigurmarkið.

Leikur FH og KA verður sýndur á SÝN Sport (áður Stöð2 Sport).

Staðan í deildinni

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00