Fara í efni
Umræðan

Samstöðuganga kennara verður í dag

Félagsmenn Kennarasambands Íslands (KÍ) á Akureyri og nágrenni fara í samstöðugöngu í dag, þriðjudag 12. nóvember, vegna kjaradeilu KÍ við viðsemjendur.

Safnast verður saman við Rósenborg og gengið af stað kl. 16.45. Gengið verður að Ráðhústorgi þar sem til máls taka Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ, Daníel Freyr Jónsson, kennari við VMA, og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, kennari í Lundarskóla. Lundarskóli er meðal níu skóla þar sem verkfallsaðgerðir standa nú yfir. 

„Með þessari göngu viljum við hvetja til þess að samningar náist sem fyrst og með þátttöku sýnum við það í verki. Öll sem telja sig málið varða og vilja styðja kennara og þá kröfu KÍ að fjárfesta í kennurum eru hjartanlega velkomin með í gönguna,“ segir í tilkynningu.

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00