Fara í efni
Umræðan

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.

Í þessu samhengi má nefna að erlendar ferðaskrifstofur sýna Mannamótum meiri áhuga með hverju ári og nokkrar hafa skráð fulltrúa sína í janúar. Tækifæri í flugsamgöngum munu spila stórt hlutverk í að efla þeirra áhuga enn frekar. Enn eru þó ferðaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu í miklum meirihluta og skal engan undra, því þessi viðburður var upphaflega búinn til svo auðveldara væri fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni að skapa tengsl við fólk í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og öfugt. Þannig er hægt að „ferðast“ á milli landshlutanna í Kórnum og ýta undir áhuga og þekkingu á því vöruúrvali sem í boði er. Sem fyrr er sérstök áhersla lögð á framboð af vörum yfir vetrartímann.

Þessi fjölmennasti viðburður í íslenskri ferðaþjónustu hefur fengið hátt í þúsund gesti á hverju ári og sýnendur hafa verið um 250. Það er eftir miklu að slægjast – því þeir fiska sem róa. Við hvetjum öll okkar samstarfsfyrirtæki til þess að skrá sig á Mannamót og sýna öðrum að við erum meira en tilbúin til að taka á móti gestum, segja þeim okkar sögu og sýna þeim hvers vegna við erum stolt af okkar svæði, náttúru og því sem ferðaþjónustan býður upp á.

Samstarfsfyrirtækjum MN gefst kostur á að skrá sig á Mannamót og ég hvet þau öll til þess að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á www.markadsstofur.is

Halldór Óli Kjartansson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00