Byggingarlist fyrir aldraða
30. september 2025 | kl. 17:00
Íslandsmótið í 301 pílukasti verður haldið í aðstöðu Píludeildar Þórs við Laugargötu um næstkomandi helgi. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum, bæði í einmenningi og tvímenningi.
Það er Íslenska pílukastsambandið (ÍPS) sem stendur fyrir mótinu og allir skráðir félagsmenn aðildarfélaga sambandsins hafa rétt til þátttöku í mótinu. Í tvímenningi keppa tveir saman í liði og fer sú keppni fram á laugardeginum. Einstaklingskeppnin er síðan á sunnudag og hefst keppni kl. 10:30 báða dagana.
Píludeild Þórs sá einnig um þetta mót á síðasta ári og búast má við að bestu pílukastarar landsins mæti norður, rétt eins og í fyrra. Skráning í mótið fer fram á vefsíðu ÍPS og lýkur kl. 20 á fimmtudagskvöld.