Fara í efni
Umræðan

Öruggur sigur Þórs á Fjölnisstúlkum

Þórsliðið fyrir úrslitaleik bikakeppninnar í Laugardalshöllinni síðastliðinn laugardag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Þórs vann öruggan sigur, 88:65, á liði Fjölnis í Reykjavík í gærkvöldi í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Enga tölfræði er því miður að finna um leikinn á vef Körfuknattleikssambandsins.

Lið Þórs og Vals eru efst og jöfn í neðri hluta deildarinnar með 11 sigra í 21 leik, en Valur vann öruggan sigur á Snæfelli í gærkvöldi. Ein umferð er eftir og þá mætast Þór og Valur á Akureyri, miðvikudaginn 3. apríl. Sigurliðið endar í sjötta sæti deildarkeppninnar, hitt í sjöunda sæti. Að því loknu tekur við átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn og í átta liða úrslitunum mæta Þórsstelpurnar annað hvort liði Grindavíkur eða Njarðvíkur.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15