Fara í efni
Umræðan

Óleyfisframkvæmd stöðvuð við Hlíðarfjallsveg

Umsókn um breytingu á vegtengingu við Hlíðarfjallsveg var hafnað og nú hefur skipulagsráð staðfest ákvörðun um stöðvun óleyfisframkvæmda við vegtenginguna.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar staðfesti á fundi sínum í gær stöðvun framkvæmda við nýja tengingu Hálanda við Hlíðarfjallsveg.

Skipulagsfulltrúi hafði með tölvupósti þann 25. apríl farið fram á að framkvæmdir við nýja tengingu við Hliðarfjallsveg yrðu stöðvaðar þar sem þær væru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og var sú ákvörðun staðfest á fundi ráðsins í gær.

Í frétt okkar þann 15. apríl kom meðal annars fram að skipulagsráð hafi í febrúar tekið fyrir umsókn Halldórs Jónssonar fyrir hönd Hálanda ehf. þar sem óskað var eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir 3. áfanga frístundasvæðis í Hálöndum. Þar var fyrirhuguð ný vegtenging milli Hörpulands og Hlíðarfjallsvegar og að tenging Hörpulands við Hyrnuland myndi falla út. Afgreiðslu málsins var frestað í febrúar og beðið umsagna Vegagerðarinnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar. Að fenginni umsögn Vegagerðarinnar var erindinu hafnað á fundi skipulagsráðs í apríl. 

Hámarkshraði lækkaður á Hlíðarfjallsvegi | akureyri.net

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00