Fara í efni
Umræðan

Óásættanleg undirmönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það er óásættanlegt að á sama tíma og málum á borði embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjölgar gríðarlega, brotin séu að verða alvarlegri og ofbeldi gegn lögreglumönnum margfaldist, fáist ekki nauðsynlegar fjárveitingar til reksturs embættisins.

Alvarlegra ofbeldi

Á undanförnum árum hefur málum fjölgað gríðarlega hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og í fyrra voru þau þrefalt fleiri en þau voru árið 2016. Ekki aðeins hefur málum fjölgað heldur eru brotin alvarlegri, á það m.a. við um ofbeldisbrot, kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Þá hefur ofbeldi gegn lögreglumönnum á Norðurlandi eystra margfaldast á nokkrum árum, en nauðsynlegt er að velta fyrir sér þeim veruleika að lögreglumenn á svæðinu hafi fimmfalt oftar borið vopn í útköllum í fyrra en þeir gerðu árið þar á undan.

Sami fjöldi lögreglumanna sem sinna útkalli og árið 1980

Þrátt fyrir fjölgun íbúa og gríðarlega fjölgun ferðamanna, þá hefur lögreglustjórinn bent á að jafn margir lögreglumenn sinni útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980 og að nauðsynlegt sé að bregðast við og fjölga lögreglumönnum á stöðinni um a.m.k. tólf. Þegar horft er til þess hvaða þættir fólk telur vera mikilvægustu búsetuskilyrðin, þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að öryggi er sá þáttur sem fólk setur efst á blað. Það ætti að vera augljós þáttur í að tryggja öryggi að lögreglan sé mönnuð með ásættanlegum hætti.

Krefjumst tafarlausra úrbóta

Við sem búum á Norðurlandi eystra ættum að taka höndum saman og krefjast tafarlausra úrbóta í mönnun lögreglunnar á svæðinu. Með það að markmiði hef ég óskað eftir því að málið verði tekið til umræðu bæði á vettvangi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Hilda Jana Gísladóttir er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnnar á Akureyri og varaþingmaður

 

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00