Fara í efni
Umræðan

Nokkrir blakarar úr KA sköruðu fram úr í vetur

Mynd af heimasíðu KA

Tveir leikmenn KA voru kjörnir í lið ársins í kvennaflokki í blaki og einn leikmaður karlaliðsins. Þá var Miguel Mateo Castrillo kosinn besti þjálfari í kvennaflokki, Julia Bonet Carreras besti erlendi leikmaðurinn og Auður Pétursdótti efnilegasti leikmaðurinn.

  • Eftir að síðasta leik lauk í Unbroken deildum karla og kvenna hófst kosning, að því er segir á heimasíðu Blaksambands Íslands. Kosningarétt höfðu þjálfarar (40%) og fyrirliðar (40%) liðanna í deildunum tölfræðin yfir árið gilti 20%.

KA-fólkið sem hlaut viðurkenningu að þessu sinni:

  • Julia Bonet Carreras var kjörin besti erlendi leikmaður Unbrokendeildar kvenna auk þess að vera valin í úrvalslið deildarinnar sem kantur. 
  • Helena Kristín Gunnarsdóttir var einnig valin í úrvalslið Unbrokendeildar kvenna sem kantur. 
  • Auður Pétursdóttir var kjörin efnilegasti leikmaður Unbrokendeildar kvenna. Hún er aðeins 16 ára.
  • Gísli Marteinn Baldvinsson er í úrvalsliði Unbrokendeildar karla sem miðja. Hann varð þriðji blokkhæsti leikmaður deildarinnar með 49 blokkstig.
  • Miguel Mateo Castrillo er þjálfari ársins í Unbrokendeild kvenna.

Nánar hér á heimasíðu KA

Frétt á heimasíðu Blaksambands Íslands

Julia Bonet Carreras var kjörin besti erlendi leikmaður Unbrokendeildar kvenna auk þess að vera valin í úrvalslið deildarinnar. Mynd af vef KA.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15