Fara í efni
Umræðan

Mikil vonbrigði – eitt stig eftir tvo leiki

Ívar Örn Arnarson sækir boltann eftir að FH-ingar gerðu þriðja markið - sigurmarkið í dag. Kjartan Kári Halldórsson skaut utan teigs og Kristijan Jajalo markvörður var ekki vel á verði. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði 3:2 fyrir FH í dag á heimavelli í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Uppskeran er því rýr það sem af er; KA er aðeins með eitt stig af sex mögulegum eftir tvo fyrstu leikina, báða á heimavelli.

FH-ingar komust í 2:0 með mörkum Vuk Oskar Dimitrijevic úr víti á 19. mín. og Sigurðar Bjarts Hallssonar á 26. mín. Ásgeir Sigurgeirsson minnkaði muninn á 35. mín. og staðan var 2:1 í hálfleik.

Bjarni Aðalsteinsson jafnaði fyrir KA þegar aðeins sex mín. voru liðnar af seinni hálfleik en það dugði ekki til að hleypa enn frekara lífi í KA-strákana heldur voru það gestirnir sem skoruðu næst og reyndist það sigurmark leiksins. Það var sex mín. eftir að Bjarni jafnaði sem Kjartan Kári Halldórsson skaut utan teigs og boltinn fór í netið, út við stöng vinstra megin. 

Næsti leikur KA er einnig á heimavelli; nýliðar Vestra frá Ísafirði koma í heimsókn um næstu helgi.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Nánar síðar

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15