Fara í efni
Umræðan

Margmenni sótti hátíðarmessuna

Gengið úr kirkju í dag. Séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur, til vinstri, og biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sem prédikaði í hátíðarmessunni. Á milli þeirra er séra Aðalsteinn Þorvaldsson. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Bekkurinn var þétt setinn í Akureyrarkirkju í dag þegar fram fór hátíðarmessa í tilefni 85 ára afmælis kirkjunnar sem er á morgun, mánudag; hún var vígð sunnudaginn 17. nóvember árið 1940,

Biskup Íslands, sr. Guðrún Karls Helgudóttir prédikaði í dag og sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, sr. Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur og sr. Jóhanna Gísladóttir þjónuðu fyrir altari.
 
Kór Akureyrarkirkju og Eldri barnakór kirkjunnar sungu við athöfnina í dag en sá fyrrnefndi á einnig stórafmæli í ár; honum var komið á fót fimm árum eftir vígslu kirkjunnar og er því 80 ára. Organistar í dag voru Eyþór Ingi Jónsson, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson.
 
Að hátíðarmessunni í dag lokinni héldu margir í Safnaðarheimili kirkjunnar þar sem Kvenfélag Akureyrarkirkju var með kaffihlaðborð og lukkupakkasölu.
 
Meira um hátíðarmessuna síðar.
 
Í tilefni 80 ára afmælis kirkjunnar, í nóvember 2020, skrifaði séra Svavar Alfreð Jónsson, þáverandi sóknarprestur og nú sjúkrahússprestur, nokkrar greinar um Akureyrarkirkju að beiðni akureyri.net. Þær eru nú birtar aftur, sú fyrsta í gær og önnur í morgun.
 

Prestar Akureyrarkirkju ásamt biskup Íslands að messu lokinni í dag. Frá vinstri: sr. Jóhanna Gísladóttir, sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir og sr. Aðalsteinn Þorvaldsson.

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00

Þjónustufall á landsbyggðinni í skugga uppsagna ferliverkasamninga, hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?

Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson skrifa
21. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!

Rúnar Sigurpálsson og Magnús Kristjánsson skrifa
20. nóvember 2025 | kl. 12:00

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00