Fara í efni
Umræðan

Lítið dæmi um afgreiðsluhraða hjá bæjarkerfinu

Það hefur stundum verið rætt um afgreiðsluhraða í bæjarkerfinu. Hér er lítil saga um einfalt mál sem bæjarráð fól umhverfis og mannvirkjaráði að gera í aprílmánuði. Málið var tekið fyrir í ráðinu í júní og enn er það frosið einversstaðar á skrifborði í ráðhúsinu. Mál sem fór frá bæjarráði í apríl 2023 til umhverfis- og mannvirkjaráðs og þar tekið á dagskrá í júní er fast og og staða þess síðan í júní 2023 er að forstöðumanni umhverfis- og sorpmála er falið að ræða við umsjónarmann Kisukots. Nú hálfu ári síðar hefur ekki verið lokið því erindi sem bæjarráð fól umhverfis- og mannvirkjaráði.

Þetta er langt frá því ásættanleg stjórnsýsla og vekur furðu hversu hægagangurinn er mikill í jafn einföldu máli. Er stjórnsýsla Akureyar ásættanleg í þessu ljósi og ýmissa annarra sem mættir ræða síðar?

Hér að neðan er saga þess litla máls sem fraus fast í kerfinu.

Bæjarráð. 24. apríl 2023 kl. 10:00 - 11:56

Áskorun til bæjarstjórnar að styðja við Kisukot

Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

20. júní 2023 kl. 08:15 - 11:39  Fundarherbergi UMSA

Áskorun til bæjarstjórnar að styðja við Kisukot

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi áskorun til bæjarstjórnar um að styðja við Kisukot.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að ræða við umsjónarmann Kisukots um mögulegt samstarf í samræmi við umræður á fundinum.

Vekur sannarlega undrun.

Jón Ingi Cæsarsson er áhugamaður um bæjarmál.

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03