Lítið dæmi um afgreiðsluhraða hjá bæjarkerfinu
Það hefur stundum verið rætt um afgreiðsluhraða í bæjarkerfinu. Hér er lítil saga um einfalt mál sem bæjarráð fól umhverfis og mannvirkjaráði að gera í aprílmánuði. Málið var tekið fyrir í ráðinu í júní og enn er það frosið einversstaðar á skrifborði í ráðhúsinu. Mál sem fór frá bæjarráði í apríl 2023 til umhverfis- og mannvirkjaráðs og þar tekið á dagskrá í júní er fast og og staða þess síðan í júní 2023 er að forstöðumanni umhverfis- og sorpmála er falið að ræða við umsjónarmann Kisukots. Nú hálfu ári síðar hefur ekki verið lokið því erindi sem bæjarráð fól umhverfis- og mannvirkjaráði.
Þetta er langt frá því ásættanleg stjórnsýsla og vekur furðu hversu hægagangurinn er mikill í jafn einföldu máli. Er stjórnsýsla Akureyar ásættanleg í þessu ljósi og ýmissa annarra sem mættir ræða síðar?
Hér að neðan er saga þess litla máls sem fraus fast í kerfinu.
Bæjarráð. 24. apríl 2023 kl. 10:00 - 11:56
Áskorun til bæjarstjórnar að styðja við Kisukot
Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
20. júní 2023 kl. 08:15 - 11:39 Fundarherbergi UMSA
Áskorun til bæjarstjórnar að styðja við Kisukot
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. apríl 2023:
Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2023 varðandi áskorun til bæjarstjórnar um að styðja við Kisukot.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að ræða við umsjónarmann Kisukots um mögulegt samstarf í samræmi við umræður á fundinum.
Vekur sannarlega undrun.
Jón Ingi Cæsarsson er áhugamaður um bæjarmál.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur
Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Eflum SAk
Tryggjum öryggi eldri borgara