Fara í efni
Umræðan

Lið Tryggva Snæs vann Evrópudeildina

Tryggvi Snær Hlinason í seinni úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær. Mynd: FIBA.

Bárðdælingurinn og fyrrum leikmaður Þórs, Tryggvi Snær Hlinason, vann í gær Evrópumeistaratitil í körfuknattleik með liði sínu Bilbao Basket. Liðið vann Evrópudeildina þrátt fyrir að hafa tapað seinni úrslitaleiknum gegn gríska liðinu PAOK frá Þessalóníku.

Fimm stigum munaði þegar upp var staðið eftir tvær viðureignir. Bilbao vann fyrri úrslitaleikinn með sjö stiga mun, 72-65, sem var tíundi sigur liðsins í jafn mörgum heimaleikjum í Evrópudeildinni. PAOK vann seinni leikinn í gær með tveggja stiga mun, 84-82. Má segja að það hafi verið talsvert afrek hjá spænska liðinu því gríðarleg stemning var í höllinni í Þessalóníku og um erfiðan útivöll að ræða. Sjö stiga sigurinn í fyrri leiknum dugði spænska liðinu til sigurs í keppninni.

Tryggvi hefur verið frá keppni að undanförnu vegna meiðsla, en spilaði með liðinu í seinni úrslitaleiknum í gær. Evrópudeildin er næstefsta stigið í Evrópukeppnum körfuboltans. Bilbao-liðið er fyrsta spænska liðið til að vinna þessa keppni.
 
Myndirnar eru fengnar af mótsvef Evrópudeildarinnar á vef FIBA.
 
 
 
 
 
Hér má sjá valda kafla úr leiknum á YouTube-rás FIBA:
 

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00