Fara í efni
Umræðan

Leikur KA í Kópavogi færður til sunnudags

Tobias Thomsen framherji Breiðabliks bjargar á línu þegar Rodri skallaði að marki eftir hornspyrnu í fyrri deildarleik KA við Íslandsmeistarana í maí. Komið var í uppbótartíma og Blikar unnu 1:0. Mynd: Ármann Hinrik
Leik Breiðabliks og KA í 17. umferð Bestu deildarinnar hefur verið flýtt um rúma tvo sólarhringa vegna Evrópukeppni. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Kópavogsvelli næsta þriðjudagskvöld – og er reyndar enn skráður þá á vef KSÍ þegar þetta er skrifað – en hann verður sunnudaginn 3. ágúst. Flautað verður til leiks kl. 16.30.
 
KA mætir danska liðinu Silkeborg í Sambandsdeild Evrópu á morgun, fimmtudag, og komist KA-menn áfram mæta þeir annað hvort Novi Paz­ar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi, í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn yrði fimmtudaginn 7. ágúst á Laugardalsvelli og sá síðari ytra viku síðar, fimmtudaginn 14. ágúst.

Lið Breiðabliks steinlá, 7:1, fyrir pólska liðinu Lech Poznan á útivelli í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrri leiknum, sá seinni fer fram í kvöld og fullyrða má að Íslandsmeistararnir fara ekki áfram. Blikar halda þrátt fyrir það áfram keppni; færast niður í Evrópudeildina og leika aftur strax í næstu viku.

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30